Er að breyta náminu mínu yfir í dreifnám.
Var í 25 einingum en var ráðlaggt að fækka þeim eitthvað fyrst ég ætlaði út. Var nú frekar erfitt að velja áfanga til að hætta í en ég er komin niður í 18-21 einingu.
Myndi sætta mig við að vera bara í 18 einingum en er samt ekki alveg búin að ákveða hvort ég haldi einum áfanga í viðbót.

Mig langaði því bara að athuga hvað aðrir hefðu vanalega gert. Getur varla skaðað að fá viðmið frá öðrum.
Svo, vitiði eitthvað um þetta? Vitiði hvað fólk er vanalega að taka margar einingar þegar það er í fjarnámi?

Veit ekki alveg hvernig þetta verður hjá mér. Verð upptekin frá amk 3-20 á daginn á virkum dögum. Svo væntanlega einhver námskeið hluta tímans fyrir hádegi, en svo verður kannski ekki neitt.
=)