Vá, hvað ég er reið útaf þessu. Ég er að fara í háskóla, neyðist þess vegna að leigja rándýrt í bænum til að geta farið í háskólann. Svo fæ ég ekki frítt í strætó af því ég bý úti á landi!
Btw, þetta er bara enn eitt sem safnast ofan á biturleika minn út í borgarbörn með landsbyggðarhatur (fyrirgefið, er ekki að tala um alla). Meðal þess sem hefur pirrað mig er að háskólinn getur ekki mögulega hjálpað mér með neitt, gefið mér neinar upplýsingar eða neitt, og ég þurfti að hringja 5 sinnum þangað (og bíða í klukkutíma) bara til þess að sækja um, af því ég er úti á landi. Helvítis.
(Allt sem ég skrifaði hér á ekki að taka of alvarlega, ég er sérstaklega bitur í dag)