FB er alveg ágætur skóli, svo ótrúlega fjölbreyttur að allir finna e-n að hanga með ef þeir þora bara að kynnast fólkinu og svona. Félagslífið er pínumjeh alveg, en ef þú nærð að troða þér í nefnd þá ertu alveg ágætlega sett þar samt. (Þegar ég byrjaði í FB tróð ég mér í nefnd, það sem busar þurftu þá að gera til að komast í nefndir var að láta einsog fífl uppá sviði og vinna einhverjar fáránlegar þrautir sem tengdust fæstar nefndinni.) Svo eru svosum allskyns kennarar þarna, góðir, skemmtilegir, mjúkir, harðir, slæmir, leiðinlegir….ég hef samt verið alveg þokkalega heppinn með kennara. Með rétta attitjúdinu nýturðu skólans alveg.