Nokkrar spurningar ætlaðar nemendum (eða fyrrverandi nemendum) í MR, varðandi námið og fleira í skólanum.


1. Kannski mjög týpísk spurning, en vil fá hreinskilin svör - Er námið í skólanum jafn erfitt og allir halda? Fær maður lítinn sem engan frítíma fyrir sjálfan sig?

2. Hvað munduð þið segja að meðaltíminn (ca.)í heimalærdóm á dag væri? Þá í klukkustundum.

3. Eru stafsetningar- og stærðfræðipróf í hverri einustu viku, öll árin? Og eru þetta löng og erfið próf sem þarf að læra vel fyrir?

4. Er skólavikan mjög skipulögð? Þá meina ég, fær maður einhverja vikuáætlun eða eitthvað svoleiðis og er hún mjög svipuð allar vikurnar?

5. Eru kennararnir skemmtilegir?

Bætt við 16. ágúst 2008 - 01:10
Varðandi spurningu nr. 4 þá er ég eiginlega bara að spyrja að því hvort það sé námsáætlun fyrir hverja viku eða ekki, en gleymið þessari spurningu bara.