Pálmi er skrifstofustjóri hjá raun&verkfræðideild. Síðan hans er
http://www3.hi.is/~palmi/Þar er mikið af góðum upplýsingum, m.a. um dæmahópa og dæmakennara þegar nær dregur. Einnig eru þar stundatöflur. Þú getur séð að það stendur “drög” og til hægri er dagsetningin sem töflunni var síðast breytt. Þær eru oft að breytast fram að upphafi kennslu og þá sérstaklega vegna dæmahópa.
Mér finnst nýja ekki eins góð og sú gamla. Það er miklu erfiðara að nálgast upplýsingar og finna hluti sem maður leitar að en kannski á maður bara eftir að venjast henni.
Það sem þú skalt gera er að fylgjast með vefpóstinum þinum og tilkynningum á Uglunni og heimasíðu Háskólans og síðan heimasíðu Pálma. Þú átt að fá allar upplýsingar sem þú þarft ef þú gerir það.
Kennsla hjá nýnemum hefst deginum eftir að almenn kennsla hefst því fyrsti dagurinn fer í kynningu fyrir nýnema. Fyrst alla á sal og síðan með hverri skor fyrir sig ef mig minnir rétt. Síðan þarftu að mæta í fyrstu fyrirlestrana því þar er fyrirkomulag námskeiðanna kynnt, t.d. verklegt o.fl. Fyrirlestrar hefjast strax en verklegt og dæmatímar hefjast í annarri kennsluviku. Fyrstu vikuna mætir þú því einungis í þá tíma sem merktir eru “f” á stundatöflunni.
Bókalistar eru síðan birtir á
http://www.boksala.isRétt væri fyrir þig að athuga með að fá notaðar bækur þar sem það er hægt. Þú gætir sparað töluverða upphæð með því.