Sælt veri fólkið! Ég fer að hefja nám við HÍ í haust og var að velta fyrir mér hvort maður ætti að kaupa sér fartölvu? Er það algjört “möst” eða bara lúxus sem maður getur veitt sér?
fyrir mér er það algjört must að vera með fartölvur í skólanum en það er kannski bara af því ég er vanur því. Ég mun allavega vera með fartölvu í HÍ því það er ekki séns að ég handskrifi nokkurn skapaðann hlut
Í hvaða fög ertu að fara? Ertu vanur/vön að nota fartölvu við að glósa og annað? Finnst þér gott að glósa á blað?
Ég ætla að vera með fartölvu. Bæði af því ég er eiginlega háð því að eiga tölvu (og á hvort sem er ekki borðtölvu heima) og af því ég skrifa hræðilega hægt bara með blað og penna. Samt er ég að fara í fög eins og stærðfræði og eðlisfræði svo ég geri ekki ráð fyrir því að ég noti hana neitt mikið í skólanum. En það er samt alltaf þægilegt, gott að geta tékkað á hlutum á netinu og notað orðabók og þannig.
Ég myndi segja að það væri algjört must. Kennararnir tala og tala allan tímann, ekki séns að ná öllu því sem skiptir máli niður ef maður er bara með blað og penna.
Well, hún á pottþétt eftir að gera þér auðveldara fyrir. En það kannski fer eftir því hvernig fög þú ert að fara í, hvort þetta séu svona glósi-fög eða ekki. Það er náttúrulega hræðilegt að þurfa að sitja og handskrifa glósurnar sínar frá 8-16 í margar vikur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..