já, ég er samt ekkert að pirra mig yfir þessu fór bara á www.hi.is og tékkaði hvenær ég átti að byrja í skólanum, stundaskrána og bókalistann. Þarf varla meira….
Ég var að fatta að það er víst bara mín deild sem er svona eftirá. Ekkert komið inn hjá mér, hvorki stundaskrá né bókalisti. Og svo er eitthvað óljóst hvaða dag ég byrja.
Verður þá bara að vera þolinmóð og bíða býst ég við. Kemur alveg örugglega á netið áður en langt um líður.
Allar brautir byrja á milli 23ágúst-5sept (sirkað) þannig það er svo sem ekkert ak út að vita það eins og staðan er núna en ef þú veist það ekki eftir viku myndi ég fara láta öllum illum látum.
Er búin að fá stundatöfluna núna :) Eða búin að finna hana núna …
Vandamálið með hvenær ég á að byrja er að það eru mismunandi dagsetningar á mismunandi stöðum. Sama með vin minn, það eru þrjár mismunandi hjá báðum. Maður veit ekki hvort maður á að treysta kennsluskrá, almanaki eða uglu …
Stærðfræðigreining 1C, eðlisfræði B, almenn efnafræði 1 og frumulíffræði. Bara það sem stóð í kennsluskrá að væru námskeiðin sem maður ætti að taka á fyrstu önn … Ég kann samt ekkert á þetta, vona að þetta sé í lagi allavega svona fyrst :)
ahh já, ég er með allt þetta nema stærðfræðina, var að drífa mig svo mikið þegar ég gerði þetta því ég var að verða of sein í viðtal og ég skildi voða lítið í þessu og ætlaði mér bara að lagfæra þegar ég myndi byrja í skólanum:D hehe
þorði ekki að skrá of mikið, vissi ekki hvað væri mikið eða þú veist:)
En veist þú eitthvað hvenær allt byrjar? Hvar maður á að mæta fyrst og hvenær? Það stendur á http://www3.hi.is/~palmi/ (hjá einhverjum kalli í verk&raun) að það hafi verið send bréf til allra í byrjun júlí …
jahá okei, frábært:P við fengum auðvitað ekkert bréf í júlí:S
mér finnst þetta svo óþægilegt.. allar upplýsingarnar eru út um allt og allar frekar svona “óáreiðanlegar” eða svona margar. maður veit ekkert hvert maður á að mæta eða hvenær:/
Já, einmitt. Ég er ekki búin að fá neinar upplýsingar frá háskólanum nema þegar ég hef hringt og heimtað upplýsingar. Ætla að hringja enn einu sinni á morgun. Ég get látið þig vita ef ég kemst að einhverju ;)
Þetta var nú bara á HÍ síðunni. Samt ekkert augljósasti staðurinn. Af hverju er ekki bara hægt að hafa linka á þetta á forsíðunni? Það eru allir að leita að því sama, sem er alltaf falið einhversstaðar á síðum deildanna …
þá eigum við alveg örugglega eftir að rekast á hvern annan í tíma. Skráðirðu þig bara í það sem var skilda eða tókstu eitthvað auka drasl og valdirðu eitthvað sem fjarnám?
Bætt við 6. ágúst 2008 - 20:46 Veit eiginlega ekkert hvað ég er að fara í. Hefði eflaust verið sniðugt að taka einhverja áfanga í fjarnámi :þ
Ég fór í inntökuprófið í læknisfræði, komst ekki inn svo ég hafði frest til 1. ágúst til að sækja um í öðrum deildum. Svo ákvað ég að sækja um í lífefnafræði og fann hvergi hvar var hægt að sækja um. Þá hringdi ég í nemendaskrá og konan sem svaraði sagði að ég gæti mætt á skrifstofuna hjá þeim og sótt þar um rafrænt. Ég sagði að ég væri úti á landi og í vinnu svo ég gæti ekkert skroppið til Reykjavíkur til að sækja um. Þá varð hún rosalega hissa. Svo ég varð að sækja um í gegnum e-mail (og fékk meira að segja rangt e-mail gefið upp) og fékk veflykilinn bara lesinn upp í gegnum síma. Þurfti að hringja nokkrum sinnum til að ganga úr skugga um að þetta færi örugglega til þeirra. Allt þetta vesen bara af því ég er úti á landi. Alveg ótrúlegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..