Náttúrufræðibraut opnar leiðir inn í sumar raungreinar, en ananrs skiptir það mjög litlu máli. Flestar greinar í háskólum hafa þau inntökuskilyrði að maður hafi klárað stúdentspróf, sama af hvaða braut það var.
En ekki vera að pæla í hvar þú hefur flesta möguleika eða hvar mestur peningur er eða eitthvað. Hugsaðu frekar hvað þú hefur áhuga á. Ef þú ferð í eitthvað hundleiðinlegt nám færðu námsleiða og ekki víst að þú klárir það (eða þú skiptir þá mjög líklega um braut þegar þú gefst upp á hinni). Þá er miklu skárra að fara bara á þá braut sem þig langar fyrst og klára stúdentinn.
Geturðu t.d. hugsað þér að fara í stærðfræði 303, áfangann sem flestir falla í, sem er um hornaföll ofl. Langar þig í eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði? Það er alveg heilmikið mál að fara í þessa áfanga ef maður hefur ekki áhuga á þeim.
Langar þig að taka auka áfanga í sögu? Félagsfræði?
Bætt við 28. júlí 2008 - 13:19
Svo opnar nám sem þú vilt ekki fara í bara möguleika á námi sem þú vilt ekki fara í. Ef þú hefur áhuga á því að verða læknir hefurðu líklega áhuga á því sem er á náttúrufræðibraut. Ef þú hefur ekki áhuga á því að fara á náttúrufræðibraut er ekki líklegt að þú farir þá leiðir sem opnast við það, t.d. læknisfræði og verkfræði.