Frá því í s.c 2 bekk hef ég verið lögð í einelti.
Mér leið rosalega illa og það voru ekki bara krakkarnir sem lögðu mig í einelti, það voru líka kennararnir.
Í enda 4. bekkjar gafst ég upp.
Ég neitaði mömmu & pabba að fara í skólann á næsta ári.
Ég átti heima á vestfjörðum í litlum bæ.
Mamma sótti um fyrir mig í skóla á Ísafjörð þar sem ég hafði æft íþróttir í nokkur ár og átti góða vini þar.
Allt sumarið fengum við ekkert svar um skólagönguna til Ísafjarðar. Mamma & pabbi voru alveg við það að kenna mér bara heima þar sem mamma mín vann alla sína vinnu heima.
Svo var komið að því, skólinn í litla bænum var að byrja og ég harð neitaði að fara á skólasetninguna.
Loksins hringdi síminn og í honum var kennari frá Grunnskóla Ísafjarðar. Hún spurði afhverju ég hefði ekki mætt á skólasetninguna á Ísafirði. Þá svöruðu mamma & pabbi því að ég hefði ekkert fengið að vita það að ég fengi inn í skólann.
Við keyrðum strax af stað og mér var sýndur skólinn.
Í tvö ár keyrði ég á milli eða s.s tók rútu. Mamma varð alltaf að sækja mig vegna æfinga því þær voru búnar seint.

Svo í desember árið 2006 þá er ég sofandi í rútunni er ég vakna við það að rútann byrjar að velta. Það eina sem ég man er að ég sá stelpuna fyrir aftan mig fljúga yfir mig, við það rotaðist ég. Ef hún hefði verið í bílbelti hefðu ekki 2. slasat, ég og gamall maður - við vorum bæði í bílbelti.
Það var vont veður og rútan fauk útaf á heiðinni.
Ég var lögð inná spítala þar sem ég var með heilahristing.
Eftir þetta tóku mamma mín og pabbi minn ákvörðun um að flytja til Ísafjarðar.
Í maí 2007 er ég flutt og ég hef aldrei verið ánægðari.

Hér á Ísafirði á ég fullt af vinum. Og mér líður vel, ég stend mig vel í námi hef fengið nokkrar viðurkenningar frá skólastjóranum fyrir framúrskarandi námsárangur.

Krakkar!
- notið bílbeltin!