Ég var að ljúka mínu þriðja og síðasta ári á vistinni á Ak. Fínt pleis, en ég var samt komin með nóg. Auðvitað frábær allur félagsskapurinn, maður er ekki einangraður einhversstaðar úti í bæ heldur í stóru húsi með fullt af vinum:)
Margir kvarta út af matnum. Ég veit ekki, þetta er eiginlega bara venjulegur matur. Sumt er vont, annað gott. Þannig er það bara alltaf held ég. En mér fannst þó maturinn fara versnandi eftir því sem ég var lengur, ég veit ekki hvort það var ég sem var komin með leið á honum eða hvort hann var í raun að versna. Maður getur þó ekki ætlast til þess að fá konunglega fæðu í hvert mál á hverjum degi.
Stutt í skólann, hvort sem þú ert að fara í MA eða VMA, þó sérstaklega MA. Stór plús þar sem bensín er dýrt og oft snjór/slabb og leiðinlegt veður á veturna, þó er frítt í strætó… :)
Simmi húsbóndi er hress karl.
Maður er tilneyddur til að borga fyrir þvottahúsnotkun, hvort sem maður notar þvottahúsið eða ekki. Passaðu þig, ég fékk stundum föt til baka mikið minni en þau voru þegar ég setti þau í þvottakörfurnar. Og ég setti bara alls ekki föt sem mér þótti vænt um þangað. Þú veist, föt í dýrari kanntinum eða uppáhalds o.s.frv. Ég veit um marga sem settu bara rúmföt og handklæði í þvott, annað fóru þeir með heim. Sumt týnist, en þó er það ekki mikið í hlutfalli við allt sem þú færð til baka.
Ég veit ekki hvað ég á að segja meira um þetta hús. Ef þú hefur einhverjar sérstakar spurningar, endilega láttu vaða:)