Kostirnir eru margir. Heimavistarskóli og bekkjarkerfi sem þýðir að þú kynnist skólafélögum þínum mjög náið og þú skapar vináttu fyrir lífstíð :) Þú verður aldrei einmana… Ef þér leiðist þá geturðu bara farið í heimsókn í næsta herbergi :D Þetta er þriðji elsti menntaskóli landsins sem þýðir að honum fylgja margar skemmtilegar hefðir t.d. bjölluslagur, vatnsslagur, dolli (ratleikur),KAMEL og KVEMEL og fleira…
Busavígslan er æði! :D Einn besti dagur lífs míns.
Þú lærir að standa á eigin fótum, það er engin mamma eða pabbi að reka á eftir þér í lærdómi og þannig, þú þarft að vera sjálfstæð og svolítið hörð við sjálfa þig ef þú ætlar að ná :P En það er mjög lærdómsríkt.
Gallarnir hmmm… Ja, ef þú deilir herbergi með öðrum þá getur það verið svolítill galli ef þú vilt vera út af fyrir sjálfa þig í smástund en herbergisfélaginn þinn er í herberginu. En það er samt alltaf hægt að fara í göngutúr eða eitthvað :) Og kannski mun þér og herbergisfélaganum þínum ekki koma vel saman en það ætti ekki að vera mikið mál að skipta um herbergi :)
Láttu mig vita ef þú hefur fleiri spurningar =)
Ég finn til, þess vegna er ég