Það eru ekki allir kennarar með sínar stofur, það eru bara nokkrir sérvitringar sem fá að vera sem mest í sumum stofum.
T.d er U5 sögustofan en ég hef samt farið þangað í bókfærslutíma og farið í sögutíma í A8 (Raggi sögukennari var ekki beint sáttur við það).
U8 er jarðfræðistofan og er það, held ég alveg örugglega, eina stofan sem Geir jarðfræðikennari kennir í, en ég hef samt farið í íslenskutíma þar.
U6 er félagsfræðistofan, samt vorum við, félagsfræðibekkurinn, í 1-2 tímum á viku þar af 8 félagsfræðitímum.
A3 er myndmenntastofa en ég hef samt farið í mannfræði þar.
N2 er dönskustofan, en danska er samt oft kennd í A4.
Ég kann ekki nógu vel á N-stofurnar, en þar er aðallega náttúrufræði kennd.
Úps, þetta átti ekki alveg að verða svona langt, en það sem ég ætlaði að segja var það að Geir og Raggi eru þeir einu sem geta sagt “eiga” einhverjar stofur. Öll hin flakka meira og minna á milli bygginga alveg eins og nemendur.