Ertu ekki að grínast?
“Þú blaðrar endalaust um eitthvað random dæmi í MR. Má ég nú spurja þig, hvaða skóli raðar fólki ekki upp random? Ertu alvarlega vitgrannur?”
Ég held að ég þurfi varla að svara þessu, en, í bekkjarkerfi ertu takmarkaður við random, 25 manna hóp í flestum tímum. Í fjölbrautarkerfi ertu með mikið, mikið stærri hóp. Þar með eru líkindin á því að þú lendir ekki í alslæmu mjög vel með þér.
Ekki einhæft, margir mismunandi hópar og þó áreiðanlega allir jafn slæmir/góðir og stakur bekkur getur verið. Þó að þú kunnir kannski líkindin á bakvið það að þetta sé bæði jafn random(sem þú lærðir áreiðanlega í MR, því ekki gæti hinn týpíski MRingur kennt sér neitt sjálfur), en þetta breytir þó miklu fyrir skynjun mannskepnu á skólanum.
“Þú talar um það að vilja velja fólk sem þú vilt umgangast, er það ekki hægt í MR?”
Jújú, það er bara takmarkaðra, eins og margt. Þú ert takmarkaður við sama bekkinn. Ef að þú hefur sterkar skoðanir á mannfólki og ert ekki mikið fyrir að umgangast hvern sem er, þá hentar það þér ekki að hafa einhvern 25 manna hóp sem þú stendur uppi með í fleiri ár.
Lærðirðu ekki rökræður eða eitthvað í skólanum þínum? Hvað er þetta eiginlega?
“Þú telur MR ekki henta þér námslega séð, það er bara gott en öllum er sama og það kemur ekki neinu við.”
Erum við ekki að rökræða? Ég er að koma með gildar ástæður fyrir því að mér finnist, þetta. Þínar ástæður eru áreiðanlega gildar líka, þú áttir enga vini áður en þú fórst í þennan skóla og loksins fékkstu að njóta lífsins. Þú fékkst að kynnast fullt af greindu fólki sem hefur átt við sömu félagslegu erfiðleika og þú og þið urðuð vinir.
Þið hélduð bekkjarpartý, lærðuð stærðfræði og bara allur pakkinn. :O
Augljóslega er þér ekki alveg sama um þessar skoðanir mínar ef þú ert að reyna að rökræða gegn þeim. Þú hefur reyndar ekki komið með nein gild rök, en ég býst við þeim any moment.
“Veistu hvað? Námið í MR hentar mér, algjörlega, en ætti þér ekki að vera skítsama?”
Það mætti svosem segja að mér nokk sama þótt að þér finnist það, en það breytir ekki því að ég hef skoðanir á þessu máli sem myndast af ástæðum. Þín skoðun myndast væntanlega líka af ástæðum, en hvaða ástæðum? Getiði ekki komið með nein rök fyrir því að “ykkar” sé best?
“Við erum best. Best, best, best. Við erum geggjað góóð saman, við erum geðveikt góð í Trivial Pursuit. (8)”