Sælir Hugarar.
Ég sit hér og dey úr stressi yfir því hvort ég eigi eftir að komast inn í MR eða ekki. Ég er nýbúinn í samræmdu prófunum og ég er búinn að vera að væla hérna yfir því hversu illa mér gekk í þeim. Ég er með 7.8 í meðaleinkunn yfir samræmdu prófin (íslenska, enska, danska, náttúrufræði og stærðfræði), og það er lægsta meðaleinkunn sem ég hef á ævinni minni fengið og ég einfaldlega trúi því ekki að þetta sé að gerast og það á samræmdu prófunum! Ég var einfaldlega að deyja úr stressi í prófunum, og það eyðilagði gjörsamlega allt. Allir kennararnir hype-a þessi próf svo ótrúlega mikið, ég einfaldlega réð ekki við stressið.
Mínar skólaeinkunnir eru hins vegar mjög háar, ég hef verið með yfir 9 í meðaleinkunn í þeim yfir flest mín skólaár, og það breyttist ekkert í ár. Til að hafa þetta skýrara:
Meðaleinkunn í samræmdu prófunum: 7.8
Meðaleinkunn yfir skólaeinkunnir (2008): 9.0+ (mjög líklega 9.5)
Svo ég spyr: hverjar eru lágmarkseinkunnirnar til að komast inn í MR og haldið þið að ég eigi eftir að ná því? Mig hefur afskaplega lengi langað til að hefja lærdóm í þeim skóla, ég veit ekki hvað ég geri ef ég kemst ekki inn.
Takk fyrir svör.