Hæhæ,

Ég er eins og stendur að læra grafíska miðlun í Iðnskólanum í Rvk (Tækniskólanum), eða er s.s. búin með grunnbrautina og fer í grafíska miðlun (vonandi) á næstu önn. Eftir það tekur við heilt ár í starfsþjálfun. Ég er búin að vera áður að reyna við málabrautina og mikið fall og vesen, ekki mikill áhugi fyrir henni og ég hef ekki sérstakan áhuga á náttúrufræði- né félagfræðibraut. Hvernig get ég tekið stúdentinn? Verð ég þá að fara á einhverjara af þessum brautum til þess, eða get ég tekið bara einhverja áfanga með grafísku miðluninni?

Bara að athuga hvort einhver viti þetta.