Var í þessari stöðu fyrir ári, hef alltaf ætlað í MH en þó langaði alltaf í bekkjakerfi, svo komst ég ekki inn í MH og fór í MK í eina önn þá hugsaði ég alvarlega að fara í bekkjarkerfi, því mér leiddist MK svo óskaplega en ég fór samt í MH því ég hef alltaf ætlað í hann. Og viti menn ég elska áfangakerfið í MH gæti ekki hugsað mér að fara í bekkjarkerfi núna, þú ræður algjörega sjálf náminu þínu og kynnist miklu meira fólki! Ég var frekar feimin í fyrra og vissi ekki alveg hvernig ég ætlaði að meika áfangakerfi og hvernig ég ætlaði að kynast fólki, En guð minn góður þetta er svo svít og feimnin hjá mér hefur minnkað um helming.