Mér finnst svosem ágætar útskýringar í bókinni en það sem ég er svekktastur með er að það séu ekki svör við verkefnum svo maður geti farið yfir hjá sér :/
En ég er svona 90% viss um að alkóhól sé sýra, það stendur allavegana hér: ,,Virki hópurinn er sá sami í alkóhólum og fenólum en samt er mikill munur á því hversu auðveldlega róteind losnar frá þeim. Fenól missa auðveldar prótónu [rafeind] en alkóhól og eru því rammari sýrur.“
Af þessu dreg ég allavegana þá ályktun að alkóhól séu daufar sýrur. Og ef einhver er að velta því fyrir sér hvað fenól er þá er eiginlega ekki mjög auðvelt að útskýra það nema með mynd. Fenól og alkóhól hafa það sameiginlegt að virki hópurinn í þeim er -OH en leifin hjá alkóhólum er R- eins og t.d. CH3- (metan), CH3CH2- (etan) eða CH3CH2CH2- (própan). Hjá fenólum er leifin aftur á móti Ar- (aromatic) en þau efni eru t.d. sýklóprópan, sýklóbútan, sýklópentan og sýklóhexan. Eins og forskeitið ”sýkló“, sem er vísun í enska orðið ”cycle", gefur til kynna þá eru C atómin í arómatískum efnum tengd í nokkurskonar hring. Í raun hefur lögun þeirra ekki verið útskýrð að fullu enn þann dag í dag. Í sýklóbútani eru þá t.d. 4 C (bútan þýðir 4) og sömuleiðis er sýklóhexan með 6 C (hexan þýðir 6).
Nú þegar ég er búinn að skrifa alla þessa romsu þá rámar mig í að fenól sé það aðeins kallað ef -OH tengist inn á bensenhring (bensen, naftalín, antresen, fenantresen nenni ekki að fara í nánari skýringar á þeim hér) en ef -OH tengist inn á venjulegan Ar- hring eins og sýklóhexan hring þá heiti efnið einfaldlega sýklóhexanól, en þið eruð þá allavegana komin með ágætis útskýringu á arómatískum efnum í kaupbæti :)
Djöfull getur verið gaman að tala um efnafræði :p