Því miður, þá bilaði hin tölvan mín, en ég átti samt sem áður slatta af glósum í henni.
En “200 sinnum”? Ef þú ert búin að lesa hana semi oft, þá ættiru að muna flest aðalatriðin.
Svo er líka gott að búa til svokallað “ættartré” út frá Páli (hét hann það ekki?) og vinum hans til að auðveldara verði að muna persónurnar.
Hvað er það annars sem þú skilur ekki?
Ég man voða takmarkað smáatriðin úr þessari bók, held hann hafi fæðst 30 mars/maí(?) eitthvað ár, sama dag og ísland gekk í NATO. Mamma hans og Pabbi bjuggu þá einhverstaðar, fluttu svo, fluttu svo aftur (ekki rétt hjá mér?) Aðal vinir hans þegar hann var lítill var gulli, bræðurnir rauðhærðu og einhver einn í viðbót (rétt?). Svo var hann aðallega með tveimur gaurum þegar hann var eldri, annar þeirra mikið fyrir íslendingasögurnar og þá sérstaklega Grettissögu.
Þú verður eiginlega bara að skrifa glósur meðan þú lest bókina, kannski hvenær hann fór fyrst inná klepp t.d., athuga hvernig var með aðstöðuna á kleppi fyrst, muna hvernig allt var breytt eftir að palli fór í sveitina og kom svo aftur, og svo er myndin góð fyrir seinni hlutann þótt allt sé nú ekki samkvæmt bókinni.
Páll ætlaði t.d. að gefa út einhverja ljóðabók í Ameríku og öskraði á pabba sinn, vildi fá pening, og fór svo út með ferðaúvarp, það var farið með hann inná klepp. Þar eignaðist hann svo fjóra nýa vini, einn var algjör snillingur og alltaf að þykjast vera Hitler, annar var voða þögull oftast, það er sá sami og var alltaf að syngja og segjast hafa samið bítlalögin? Einn átti konu og börn, annar sagðist hafa skrifað kínverska ritgerð eða e-ð, etc etc.
Svo þegar palli var komin út af kleppi var hann alltaf í einhverju athvarfi, þar sem hann hitti einhvern gaur sem hafði strítt honum í æsku, e'h “svarta”…man aldrei nöfn, ésús. Allavega þá kom hann svo að honum á einhverjum bar þar sem hann hafði lent í slagsmálum, hann var sleginn með járni í höfuðið, ældi, það er dæmi um heilablæðingu eða e-ð álíka? Svo dó hann í örmum páls í athvarfinu, hann vildi ekki á spítala.
Ritgerðar spurningar vinsælar á bókmenntaprófum, hjá okkur minnir mig að það hafi verið annað hvort hvernig páll dó (fór upp á herbergi í blokk þar sem hann átti heima, hringdi í útvarpsgaur, hann var voðalega einmana og einangraður… það var sá eini sem hann talaði í rauninni við, sem og móttökustúlkan í blokkinni, svo stökk hann út um gluggann eða af svölunum og drap sig. Síðan dreymdi mömmu palla annan draum og þar var eins og hann gengi inn í íbúð hjá mömmu sinni og fór úr úlpunni og skildi hana eftir á gólfinu og upp flaug fugl, phoenix ef ég man rétt (eins og í harry potter:P) og hún vissi að hann væri dáin. Muna líka drauminn um hestana sem hún dreymdi daginn áður en páll fæddist, þar sem einn hestur af fjórum villtist af leið þegar þeir voru að hlaupa sinn veg, hann varð áttviltur, hljóp bara í hringi, hneig svo niður og þegar mamman (í draumnum) kom að honum var hann dáinn. Þessi hestur á þá að tákna pál.
Svo var hin ritgerðarspurningin ferðin sem páll og þeir félagar af kleppi fóru í. Það var þegar einn félagi þeirra dó, ég man ekki hver, þeir ætluðu í jarðarförina en fannst það of tilgangslaust og fóru í staðinn í bíó (á einhverja ákv. mynd, kíktu bara á hvaða í bókinni) og svo inn á matsölustað þar sem Hitler gaurinn kom vel fyrir og fékk þannig að fá helling af kræsingum og þegar hann fékk reikninginn skrifaði hann bara á miðann að skrifa það bara á klepp (þetta atriði er t.d. aðeins öðruvísi í myndinni.) og lét þá hringja á klepp, þeir komu og sóttu þá og þurftu að borga reikninginn uppá einhvern X mikinn pening, allt sem þeir höfðu fengið sér, vín, steikur, vindla og fl.
Muna einnig eftir þeim allra verstu sem unnu á spítalanum, vinum palla úr menntó, einn féll í drykkju, reif sig svo upp úr því, fór í guðfræði í HÍ og jarðsöng palla þegar hann dó…Hinn (rögnvaldur, hét hann það ekki, grettissögu strákurinn?) endaði í tannlækningum, eitthvað sem enginn bjóst við, og kom stundum að heimsækja palla á klepp, fór með hann í bíltúra og fl. svo einn daginn keyrði hann fram af kletti og drap sig, átti konu og börn fyrir…
Muna eftir kærustu páls sem var af fínum ættum, foreldrar hennar ekki sáttir við Pál. Svo hættu þau saman (eins og rögnvaldur(?) hafði sagt til um, hún var að hans mati svona “yfirstéttarstelpa” og átti eftir að finna sér einhvern fínni gæja) og páll varð meira og meira uppáþrengjandi við hana, kom oft í heimsókn og eitt sinn var ball einhverstaðar og hann vildi bjóða henni. Hún vildi ekki fara með honum og sagði að þau myndu fara í bíó í staðinn (á chaplin mynd? Borgarljósin? something.) en beilaði á honum og kom ekkert, fór á ballið með öðrum gaur í staðinn. Þangað fór Páll og sá hana, reif i hana og sleit perluhálsfestina hennar. Eftir ballið EÐA einhverjum dögum seinna fór hann heim til hennar og ætlaði að tala við hana, en hún var orðin brjáluð eftir allt saman, náði í hníf og það urðu smá átök og þau duttu á dýnu þar sem hnífurinn rétt stakst á milli þeirra. Og já, ég las þessa bók í fyrra þannig að ég man ekki meira núna:P
Ég ábyrgist ekki rangar heimildir, ég man ekki allt.
Ps. Ég er ekki ógeðslega sad, ég hef bara EKKERT betra að gera þar sem ég er veik heima.
~Aersa