Okay…
…Shit.
Ég er vön að kunna þetta og geta þetta auðveldlega en ég byrjaði að læra svo seint og nú er ég að reyna að komast í gegnum þetta og þetta er allt komið í graut í hausnum á mér.
Með brotajöfnur sem innihalda x og annað skemmtilegt er hægt að a)gefa allri jöfnunni samnefnara b)gefa bara brotunum samnefnara *right?), c)margfalda í kross, d)þátta..
Og þetta er allt í rugli hjá mér.
Það eru jöfnur eins og
x+3 x+1
— + — = 5
2 3
3x x+2
– = —
2-x 2
2x+3 3x x
—- + — = –
x + 1 2+x 4
Hvað á að gera við hverja jöfnu?
Er það rétt hjá mér að mér að með svona
3+x x+1 5x
— - — + —
4 3 2
Eigi að finna samnefnara, reikna út og stytta brotið, en ef að “=” merki væri þarna á milli einhversstaðar mætti ég finna samnefnara og stroka hann bara út?
Ég er orðin alveg rugluð í þessu, ég vona að þið getið hjálpað mér, endilega koma með dæmi sem sýnir mismunin á þessu, og hvort það eigi t.d. alltaf að margfalda bara í kross þegar það er (brot) / (brot)..
Bætt við 7. maí 2008 - 23:00
Eitt sem ég gleymdi líka, hvað ef ég er með (brot með x-um) * (brot með x-um) ?
( * = margföldun)
Á ég þá að finna samnefnara eða margfalda bara venjulega og stytta brotið ef EKKI er hægt að þátta það, og þátta það ef hægt er og stytta svo?
Djöfull hata ég brot..