Dæmi:
3X-2Y=1
2X+2Y=9
Það er nátturulega hægt að taka Y beint þarna útúr.
Dæmi:
3X-2Y=1
2X+2Y=9
——-
5X = 10
X = 2
6-2Y=1
2Y=5
Y=2.5
Þarna er -2Y í fyrri jöfnunni, og +2Y í seinni, þannig þú getur cancelað Y strax út.
En segjum að við séum með erfiðari jöfnu;
5X - 4Y = -1
10X+ 3Y = 42
Hér þarftu að losa þið við annað hvort X eða Y, skiptir svosem engu máli hvað þú losar þig við, þarft bara að gera það rétt.
Yið er í mínus fyrir ofan og plús fyrir neðan þannig við losum okkur bara við það.
Það sem þú gerir þá, er að margfalda báðar jöfnunarnar, þannig að Yið verði jafnstórt í þeim báðum, bara í mínus í annarri, og plús í hinni. Lægsta tala sem bæði 3 og 4 ganga uppí er 12, þannig við ætlum að breyta jöfnunum þannig Y verði (-)12 í þeim báðum;
5X - 4Y = -1 (margföldum þessa með 3, til að fá -12Y)
10X+ 3Y = 42 (margföldum þessa með 4, til að fá 12Y
15X-12Y = -3
40X+12Y = 168
————-
55X+ 0Y = 165 (auðvitað á Y ekkert að vera þarna, set það bara svo þú skiljir betur.
55X = 165
165:55 = 3
X=3
Svo seturðu 3 inn í aðra hvora jöfnuna, í staðinn fyrir X, til að finna út hvað Y stendur fyrir
5X - 4Y = -1
15 - 4Y = -1
4Y = 16
Y = 4
10X + 3Y = 42
30 + 3Y = 42
3Y = 12
Y = 4