Reglan sem maður notar til þess að þátt neðri svigann kallast ágiskunarreglan. Hún er þannig háttuð að þú setur upp tvo sviga og svo prófarðu að setja inn þær tölur sem þú heldur að passi. Svo reiknarðu þetta út og ef það passar ekki við upprunalegu stæðuna þá þarftu að prófa einhverjar aðrar tölur.
Tökum dæmi t.d. x²+10x+24
Þá byrjum við á því að setja upp tvo sviga sem báðir innihalda x vegna þess að þarna kemur fyrir x²:
(x+ )(x+ )
Svo skrifum athugum við hvaða tvær tölur, margfaldaðar saman, fá útkomuna 24:
24*1
12*2
8*3
6*4
Þar á eftir prófarðu að setja einhverjar tvær af þessum tölum inn í eyðurnar í stæðunni. Prófum t.d. að taka 12*2
(x+12)(x+2)
þá fáum við út: x²+12x+2x+24 = x²+14x+24
Við sjáum að þessi stæða er ekki í samræmi við upphaflegu stæðuna þannig að við prófum aðrar tölur, t.d. 4*6
(x+4)(x+6)
þá fáum við út x²+4x+6x+24 = x²+10x+24 sem er sama og upphaflega stæðan.
Þá ætti þetta vonandi að vera komið.
Bætt við 4. maí 2008 - 20:28
Vona að þetta hjálpi.