Ég veit ekki af hverju það gera það ekki allir. En ég skoðaði það og mér fannst bara öruggara að fara með AFS, það er stærra finnst mér.
En bekkjarbróðir minn er að fara með Rótarý svo ég veit svona nokkurn vegin hvernig það er.
Hjá AFS eru líka fullt af námskeiðum fyrir, eftir og á meðan maður er úti, þannig að það verður að borga fyrir það og svo borgar AFS allt skóladót, ég veit reyndar ekki hvernig það er með Rótarý.
Mig langar líka til að kynnast fólki frá öðrum löndum en landinu sem ég er að fara til og geta talað við einhverja sem fatta hvað maður er að fara í gegnum. Þannig að í rauninni er þetta bara hvað fólk vill.