Fyrir þau '92 módel sem eru að fara að taka samræmt próf í náttúrufræði næsta föstudag vil ég benda á þennan vef:
http://www1.nams.is/kyn/index.php
Undanfarin ár hefur eitthvað borið á spurningum varðandi kynsjúkdóma, þá helst einkenni einhvers ákveðins kynsjúkdóms, og hvort það sem veldur sjúkdómnum sé veira eða baktería. Eitthvað hefur verið farið í kynfræðslu í grunnskólum en mismikið samt. Ég fékk t.d. ekki bók til að lesa varðandi þetta en kennarinn benti okkur á þennan vef og mér datt í hug að senda hann hér inn, þó ekki aðeins til að benda öðrum á hann heldur vantaði mig líka að vita hvort hann virkaði fyrir ykkur?
Hann hefur virkað fyrir mig hingað til en allt í einu virðist bara koma upp eitthvað “speedtouch” kjaftæði.
Ég myndi allavega tjékka á þessu, ef hann virkar.
Hvernig er annars fýlingurinn fyrir þetta próf, er fólk ekkert stressað?
Ég er búin að læra og læra í fleiri vikur og enn alveg að missa mig, ég á svo pottþétt eftir að klúðra þessu…