Rústaði því :) Nema er með eina spurningu, Aftan á ritgerðinni átti maður ða skrifa tvær setningar við hvert svar , right. Ein málsgrein getur alveg innihaldið tvær setningar er það ekki ? því ég skilaði prófinu og gaurinn kom, hey það á að gera tvær setningar við svarið og ég kom, ég gerði tvær setningar inní einni málsgrein. Þá kom gæjinn þarf ekki að vera punktur milli setninga og ég bara Nooooo…. ;O. Var ég að missa fullt af stigum á þessu eða var þetta rétt hjá mér?
Hvaða spurning var það? Ég gerði nefnilega líka eina málsgrein með tveimur setningum á einni spurningunni.. Var þegar spurt hvað væri fyrir aftan kellinguna í hillunum.
Mér gekk illa :( Lesskilningarnir löngu voru frekar erfiðir, og svona, en hlustaninarnar frekar góðar. Algjör snilld þarna hlustunin um loftgítargaurinn :D
mér gekk alveg nokkuð vel =D það hlógu allir geðveikt mikið hjá okkur þegar gellan sagðist hafa verið í grand heft auto xD og líka í lokin á hinni hlustuninni xD
Gekk ágætlega, seinasti lesskilningurinn svolítið út úr kú, eða sumar spurningarnar allaveganna. Er það bara ég eða kom valmöguleiki tvö mjög oft fyrir á hlustuninni?
Fáránlegt. Ég hef þann vana að finnast það asnalegt að hafa alltaf svarið á sama stað, svo að ég miða oft við það. Leiðindaávani, ég veit, en þessu hef ég vanist í gegnum árin í öllum þeim prófum sem ég hef farið í. Svo skella þeir þessu svona á okkur. Tsssk, fannst alltaf vera eitthvað rangt við þetta. En vitið þið hvenær prófin koma á netið?
mér gekk ágætlega, var ánægð að sjá að ritanirnar voru svona léttar.
Það sem mér fannst erfiðast við prófið var lesskilningurinn um frægðina, algjört kjaftæði, var líka orðin frekar þreytt á þessum lesskilningum þegar ég kom að honum svo það hefur örugglega ekki hjálpað ;P
Mér gekk held ég bara nokkuð vel :) Mér fannst hlustunin ekkert smá létt en fræga fólks textinn var snúinn, allavega þurfti ég að giska í nokkrum spurningum. Fannst fyrstu spurningarnar við þann texta léttar en nokkrar algjört rugl.
Var í vafa og giskaði á b) en er einhvernveginn ekki ennþá viss! Ég þoooli ekki svona spurningar þar sem maður á erfitt með að velja á milli tveggja möguleika og yfirleitt er hinn möguleikinn réttur hjá mér! ;S
hefði verið betra hefðiru ekki lesið það í mogganum, því ég var að hlusta á þetta fyrr og spurningin var hvernig hún var áður en hún varð þunglynd :p s.s hún var venjuleg
fannst þetta próf frekar eeerfitt, eða lesskilningarnir og allt það. fannst air-guitarinn samt algjör snilld og munaði ekki miklu að ég færi í kast í miðju prófinu, hahah.
Ahh, elskaði hlustunina svo mikið, annars var þetta próf pís of keik fyrir utan þarna lesskilninginn um famous people minnir mig, komu svo mikið af orðum sem ég hef aldrei heyrt áður. Skil það vel að það hafi komið, en þau voru allt of mörg.
gekk bara nokkuð vel held ég (og vona), nema lesskilningarnir smá erfiðir elskaði þessa hlustun samt! missti mig í endann þegar air-guitar gaurinn kom með eitthvað ógeðslegt ‘jiiiis..’ að mig minnir 8)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..