Við þetta má bæta Eftirfarandi:
Ósjálfstæð sögn þarf að taka með sér sagnfyllingu (sem er alltaf í nefnifalli)
en persónuleg sögn getur stýrt falli á andlagi (andlag er alltaf í aukafalli).
Dæmi:
Konan heitir Kristín (Kristín er sagnfylling í nefnifalli)
Ég borða hest. (sögnin borða stýrir þolfalli á andlaginu sem er hestur)
Ég ríð hesti. (sögnin ríða stýrir þágufalli á andlaginu sem er hestur)
Sögnin að heita er ósjálfstæð en sagnirnar að borða og ríða eru sjálfstæðar.
Þumalputta aðferð:
Til að finna hvort sögn sé persónuleg eða ópersónuleg er hægt að búa til þriggja orða setningu, sem byrjar á frumlagi, á eftir því kemur sögnin og svo kemur eitthvað fallorð (sem er sagnfylling ef sögnin er ópersónuleg en andlag ef hún er persónuleg). Ef þriðja orðið í setningunni er í nefnifalli er sögnin ópersónuleg, ef þriðja orðið í setningunni er í aukafalli (þf., þgf. eða ef.) þá er sögnin persónuleg.
Ég vona að þetta sé skiljanlegt og hjálpi.