Ég fór inná heimasíðu afs og sá ekki neitt um að það væri hægt að fara til Bretlands í ársdvöl og ekki heldur í hálfsársdvöl… Mér finnst þetta frekar skrýtið því að ég myndi halda að það væri farið Bretlands.. Er þetta bara ég sem er rugluð og sá þetta ekki, eða er ekki hægt að fara þangað?
Og ef þið finnið e-ð um þetta, endilega senda mér slóðina ^__^
Sko, með framhaldsumsókninni færðu svona landavalsblað og átt að velja lönd 1-5 eftir því hvaða lands þig langar helst til að fara til. semsagt 1 fyrir það, og svo 5 fyrir það sem þig langar að fara til en samt ekki mest. skiluru? Svo áttu líka að setja ‘nei’ hjá þeim löndum sem þú getur alls ekki hugsað þér að fara til
Það er mismunandi frá ári til árs hvaða lönd eru í boði. Það er þannig að AFS hefur alltaf nokkur sæti í hverju landi og í flestum stórum löndum þar sem fólk fer hvert ár, höfum við föst sæti, eins og í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Ítalíu o.s.frv. en það getur verið að við höfum bara ekkert sæti í vetur.
Það er samt engin sem er að fara til Englands næsta haust..allavega samkvæmt listanum sem ég fékk :)
já okei. En mér hefur einhvernvegin alltaf fundist það vera fáir sem fara þangað. Veit ekki hvort það sé af því það er ekki alltaf í boði eða hvort það sé bara lítil aðsókn..
En það er víst þannig að það fara flestir þangað í tungumálaskóla og þannig og þessvegna eru fjölskyldur úti vanar að fá borgað fyrir að hýsa nemendur og nenna þessvegna ekki að taka skiptinema án þess að fá borgað og þá vantar fjölskyldur og þá kemst fólk ekki þangað…
Það sem ég vildi eignilega var að fara til Írlands eða Skotlands en það var ekki hægt að velja það sér, svo ég hætti við.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..