Það getur vel verið fyrir flesta skóla en þrennan OKKAR er Morfís, Gettu betur og MR-ví. Svo þarf þrenna ekkert að vera þessi eina. Það er ekkert bara ein þrenna. Ef ég vitna aftur í þrennu Man Utd '99 þá unnu þeir ekki alla titlana í boði en þeir unnu þrjá sem er nóg til að hægt sé að kalla það þrennu.
Þó við sleppum út MR-ví þá unnu MR-ingar í ár 7 af 8 stærstu framhaldsskólakeppnunum (Gettu betur, Morfís, Stærðfræðikeppnin, Eðlisfræðikeppnin, Efnafræðikeppnin, Frönskukeppnin og Þýskukeppnin).