Nei, ég er ekki að grínast, láttu þér ekki detta það í hug. Þetta er orðið þreytt og leiðinlegt umræðuefni, sérstaklega fyrir þá sem eiga hlut að máli og fá ekki frið fyrir þær sakir einar að sækja þennan skóla.
Ég heyri nánast aldrei umræðu um hvað MR-ingar séu hrokafullir, nema í beinu framhaldi af einhverjum montþráðum hérna.
Stafar það kannski af því að þú ert ekki í MR eða nærliggjandi skóla og þú býrð væntanlega á landsbyggðinni? Auk þess sem að þessi umræðuvefur er uppfullur af misvönduðum einstaklingum en umfram allt
sama fólkinu.
Hefurðu ekki séð þetta? MR-ingar sem drulla yfir aðra skóla af því það er ekki eins flott og MR.
Nei? Enda er þetta ekki satt, auðvitað hefur það gerst en í samanburði við aðrar umræður tengdum öðrum skólum er munurinn ekki mikill. Þetta verða hins vegar oft vinsælar umræður einmitt vegna þess að fólk virðist vera ofurviðkvæmt fyrir því að einhver standi sig óvenjuvel í samanburði.
Þræðir eins og þessi hér eru ekki svo algengir, alla vega frá mínu sjónarhorni séð og augljóslega til þess gerðir að vekja upp heitar umræður og pirring að ósekju. En ég held að það sem liggi að baki sé frekar meinlaust grín frekar heldur en einlægur hroki.
Hefurðu séð umræðu sem byrjar ekki á hroka frá MR? Sýndu mér að endilega ef þú finnur, það væri áhugavert.
Nei, hættu nú alveg.
Þetta er mjög móðgandi og alls ekki satt eða einhver margrómuð staðreynd. Það getur vel verið að þeir þræðir sem hafa orðið til hér í tengslum við MR hafi setið þér sérstaklega í minni en ég held að það sé gífurleg þröngsýni að halda því fram að þeir séu allir hrokafullir.
Ég held því miður að þú sért ein af þessum manneskjum sem hafa einhver sálræn vandamál (issues) sem beinast að öllu sem viðkemur MR.
Er það eðlilegt?
Þó svo einhverjir fáir, vitlausir MR-ingar hafi gaman af því að hreykja sér af einhverjum gáfumannakeppnum þá þýðir það ekki að allir MR-ingar séu eins. Er það ekki hroki að vera svo takmarkaður í hugsun og neita að trúa öðru?
Varðandi þessa litlu athöfn sem var haldin á túni skólans í lok árs til þess að fagna góðu gengi þá held ég að allir skólar í sömu stöðu hefðu gert það sama.
Af hverju ættir þú að öfunda MR-inga?
Ég sagði ekki neitt um það né held tel ég að það sé ástæða til þess.
Það sem ég átti við er að það safnast saman mjög metnaðarfullir nemendur í þennan skóla sem skara fram úr og það kemur mjög vel í ljós í þessum keppnum sem skólinn hefur verið að vinna í áraraðir. Þetta er ekki hroki, reyndu að skilja þetta ekki sem slíkt. Þetta er einungis mín skýring á því af hverju skólinn hefur átt svona langa sigurgöngu í flestum þessum keppnum.
Fyrir mig eru þær einskis virði og ég myndi aldrei láta mér detta í hug að hreykja mér neitt sérstaklega af því.
Ég er hins vegar stolt af mínum skóla vegna þess að hann er einstakur, gamall skóli sem heldur í heiðri mörgum skemmtilegum hefðum og þar er mikill metnaður og öflugt félagslíf. Er það hroki?
Má ég ekki vera stolt af mínum skóla án þess að ég sé hrokafullur MR-ingur, mér fyndist það afskaplega leiðinlegt, alveg eins og þér ef þú værir í sömu stöðu.