Nú tala ég bara fyrir sjálfan mig en ekki alla MR-inga. Þó að ég sýni kannski hroka þá segir það ekki að allir MR-ingar telji sig betri en alla nemendur í öllum öðrum skólum. Ég hlusta á black metal svo ef ég væri ekkert hrokafullur væri það beinlínis óeðlilegt. Ég þekki mjög marga MH-inga sem að hafa fallið í einhverju á hverri einustu önn og hafa aldrei lært neitt heima. Ef MR-ingar falla í einu fagi þá taka þeir SAMA árið aftur og eru einu ári lengur í MR.
Við höldum því samt ekki fram að við séum “tengdari” skólanum vegna þess að einhver þáttur hjá okkur er erfiðari en í öðrum skóla.
Gaman að heyra að þú talar fyrir alla MH-inga. Þegar ég sagði þetta þá var ég að tjá mína skoðun, sem einstaklingur, og lýsa því yfir að mér fyndist :
ekkert skrítið að einhverjir MR-ingar séu tengdari skólanum sínum en margir menntskælingar, sem litlar kröfur eru kannski gerðar til og læra kannski aldrei heima og hangsa bara eitthvað í tímum, eru af sínum skólum.
Og þá er ég ekkert að reyna bara að dissa t.d. ykkur MH-inga. Það eru líka fallistar í MR sem næstum því hata skólann (og þeim er þá sama um kröfurnar sem eru gerðar til þeirra og sofa í tímum)… Ég var ekkert að nefna þetta sem ástæðu yfir því að ALLIR MR-ingar teldu sig vera betri en ALLA NEMENDUR Í ÖÐRUM MENNTASKÓLUM. Þú hlýtur að sjá það, er það ekki?
Annars er ég sjálfur alveg handviss um að MR sé erfiðari en a.m.k. meirihluti þessara skóla, en auðvitað eru til erfiðar brautir í sumum skólunum og sumir skólanna eru eflaust mjög erfiðir líka.