1. Þegar maður er búinn að senda inn ritgerð og frumumsókn til AFS, hvað tekur langan tíma að fá svar? Eða að fá þarna framhaldsumsóknina….
Það tekur ekki það langan tíma, um leið og ég skilaði inn fyrri umsókninni þá fékk ég framhaldsumsóknina í hendurnar
2. Og fá allir senda framhaldsumsókn?
Já, það fá held ég allir framhaldsumsókn. Það eru samt ekki allir sem halda áfram með umsóknarferlið eftir framhaldsumsóknina.
3. Hvernig er þetta viðtal?
Þetta eru sjálfboðaliðar sem taka viðtalið og þau eru bara að tjekka á þér. Athuga hvernig þú ert að upplifa allt núna áður en þú ferð út og svona. Spurja þig svona spurningar eins og “drekkur þú” “ferðu oft á djammið” og svona en annars er þetta mjög saklaust viðtal. Ég held að ég hafi verið í hláturskasti allann tímann þegar ég fór í viðtalið.
4. Afhverju þarf maður að fara í læknisskoðun?
Þú þarft bara að tjekka á öllu áður en þú ferð út því læknakerfið á Íslandi eru t.d. þúsund sinnum betra en í Venezuela þar sem ég er. Þannig ef eitthvað er að þá er gott að laga það áður en þú ferð út. Svo færðu sprautur fyrir öllum andskotanum, hundabitum, mýflugum og svo framvegis.
5. Hvers vegna kemur fólk frá AFS í heimsókn á heimilið?
Það kom enginn í heimsókn á mitt heimili en ef fjölskyldan þín ætlar að kannski að taka skiptinema á heimilið þá er bara verið að skoða aðstæðuna. En ég er samt ekki viss..
6. Hvað er það svo langur tími frá því þegar maður er búinn með framhaldsumsóknina og allt það dæmi þangað til maður fær staðfestingu frá landinu, um það bil?
Það er bara misjanft. „Já“ svarið kemur oft frekar fljótt en það fer samt eftir löndum og hvenær brottfara tíminn er. Minnir að mitt JÁ svar hafi komið í Mai/Júní svo fékk ég fjölskyldu í endann Júlí.
Ef þú ert með fleiri spurningar, láttu bara vaða