En hvernig er hann einhæfur?
Frekar bæld týpa af fólki sem kýs skóla sem er með (óþarflega)“besta námið”
Ég veit ekki um hina en ég kaus þennan skóla því ég hafði heyrt margt gott um hann, hann er með krfjandi nám, t.d. er hann mjög erfiður og erfiðari en flestir aðrir skólar. Þessvegna hentar hann ekki öllum en hentar kannski best fyrir suma. Ég vill ekki meina að alhliða besta námið sé í MR. Ég vill hins vegar vera svo djarfur og segja að hann er með “bestu” náttúrufræðibrautina því hún er mjög erfið og krefjandi. En hún hentar ekki öllum og þrví ekki best fyrir alla, enda er “best” afstætt og miðað út frá hverjum og einum og enginn algildur sannleikur að MR sé með BESTU náttúrufræðibrautina þótt það verði að játast að hún sé góð.
Ég mundi ekki segja að fólk í MR sé bælt, skólaandinn er frábær og flestir skemmta sér konunglega. Við eins og allir skólar stefnum að því að vera besti skólinn, og þegar við syngjum “það er bara einn skóli í gettu betur..” þá er það bara keppnis, auðvitað vitum við að aðrir skólar eiga góðan sjéns í okkur, t.d. MA, Borgó, MH, Verzló o.s.fv. og eru þessir skólar og fleiri með frábær gettu betur lið og morfís lið.
Ástæðan fyrir því að ég kaus MR var því að hann hentaði fyrir mig, ástæðan fyrir því að þú kaust MH, MA, Verzló eða eitthvað annað gæti verið sú sama, eða jafnvel bara því þú býrð nálægt. Ég skemmti mér í skólanum og vonandi skemmtir þú þér vel líka.