Já .. einmitt það, djöfullsins vitleysa að halda því fram að Seljaskóli hafi rústað þessu. Þið vitið það náttúrulega jafn vel og ég, sem er Hagskælingur, að Hagaskóli hafði sigrað keppnina þangað til refsistigin voru tekin inní reikninginn.
Það þýðir óumdeilanlega að Hagaskóli hafi unnið það sem sjálf keppnin snerist um, rök og ræðu, þó að Seljaskóli hafi haldið sig fyrir innan tímaramman - og sigrað á því.
Persónulega veit ég ekki hvort ég væri frekar til í að vera í þesskonar sigurliði, sem tapar, en stendur samt uppi með verðlaunin. Mér þykir eiginlega bara meira eftirsóknarvert að tapa með sæmd en það …
—–
Ég veit ekki sko, krakkarnir í liði Seljaskóla stóðu sig frábærlega, enda með góðan þjálfara, gæi sem hefur verið í þessum bransa í 20 ár og þjálfar nú Morfís lið MR-inga - ef mér skilst rétt. Katrín Ásmundsdóttir var sérstaklega góð, en nó offense, hún átti ekki breik í t.d. Daníel Perez hvað varðar flutning ræðunnar, eintóna og blæbrigðalaus.
Enjab, þetta er kannski orðið gott í bili hjá mér …