Ég held að fasteignasalan muni ekkert setja þér stólinn fyrir dyrnar þó þú hafir ekki næga menntun en ég mundi mæla með því, án þess að hafa reynslu sjálfur, að læra bókhald og svolitla viðskiptafræði eða eitthvað í þá veruna. Ég held að smábókhaldskunnátta sé lágmark þegar farið er í svonalagað. Svo mundi aldrei saka að hafa reynslu eða nám í þá átt sem þú ætlar að versla…
aðvitað þarftu þess ekki, löggan kemur ekki og lokar búðinni ef þú ert ekki búin að læra einhvað sem tengist dótabúðinni þinni, en það er auðvitað betra.
Það þarf enga framhaldsskólamenntun til að stofna og reka búð, en ef þú vilt hafa góða innsýn í fjármála- og rekstrarstjórnun þá mæli ég með því að þú takir amk Verslunarbraut til 70 eininga, eða ef þú vilt gera enn betur; þá Viðskipta- og Hagfræðibrautarstúdent og síðan 3 ára nám í viðskiptadeild til BS gráðu.
Ef þú ert skarpur…þá er þetta ekkert svakalegt veður, mikil vinna en ekkert sem að þú þyrftir að læra ef þetta er lítil verslun. Bókhaldið lærist bara jafn óðum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..