Ég fer í menntaskóla í haust og er alveg rosalega óákveðin með í hvaða skóla ég ætla. Hef verið að pæla í nokkrum skólum en MH & MS eru svona þeir sem ég veit minnst um. Ég á samt eftir að fara í heimsókn í skólana en ég hugsa að ég tapi ekkert á því að spyrja ykkur hér..
Eru einhverjir hérna á náttúrufræðibraut í MH sem geta sagt mér aðeins frá hvernig þetta er?
Ég hef nefnilega heyrt að það sé ekki eins góð náttúrufræðibraut þar og í MS, Verzló og fleiri skólum. Finnst það samt mjög ólíklegt og vil fá að heyra eitthvað frá þeim sem svona hafa reynslu.
Hvernig er svo skólinn sjálfur? Er þetta eins mikið svona “artý” eins og maður heyrir alstaðar ?
Mér þætti líka gaman að vita svolítið um félagslífið, kerfið, inntökuskilyrði og fleira.