Það eru bæði hebergi með baði og án baðs á gömlu vistinni, bæði eins og tveggja manna, en eins manns herbergin með baði eru dýr…
Ég veit svosem ekki hversu snyrtilegt er á öðrum hæðum en þeirri sem ég er… á hæðinni sem ég er þá er allveg snyrtilegt…kanski ekki alltaf hjá sjónvarpinu en það er nú meira okkur að kenna sem erum þar en nokkrum öðrum… :Þ
Vistin á Egilstöðum er svo sannarlega ódýrari, og eflaust góð, ég get ekki dæmt um það þar sem ég hef aldrei komið þangað, en ég hef heyrt margt misjafnt frá fólki, sumir segja að herbregin séu ömurleg á meðan aðrir segja að þau séu fín. Þú hefur eflaust líka heyrt misjafna hluti um vistina hérna.
MA&VMA vistin er svo sannarlega dýrari, en miðað við það sem ég hef heyrt um ME vistina þá er MA&VMA vistin allveg jafn góð, ég held að það sé bara spurning hvað maður metur meira, ódýari, fámennari vist þar sem allir þekkjast og er örugglega heimilislegri en kanski með stangari reglur, eða stærri vistina, sem er kanski með betri aðstöðu ,er með meira val þegar kemur að herbergjunum en á móti dýrari…
Varðandi Gesti um helgar, ég er ekki allveg viss hvort þeir séu bannaðir eftir 8, en þá er yfirleitt læst. Hvort sem þeir eru bannaðir eða ekki þá er ekkert mál að fara framhjá reglunum, það er ekkert gengið á herbergin eða eitthvað svoleiðis.
Ég hef aftur á móti heyrt að í ME sé “svefntími”, að fólk verði að vera komið inná herbergin á ákveðnum tíma og megi ekki vera inná annarra manna herbergjum eftir ákveðinn tíma, að það sé gengið á herbergin til að sjá til þess að þessum reglum sé framfylgt, eitthvað til í þessu?