Ég er að skemmta mér á málabraut, en vandamálið er að ég kann ekkert í málfræði. Ég læri bara tungumál með að lesa þau, eins og ensku sem ég hef lesið síðan ég var 13 ára. Ég er mjög góð í íslenskri stafsetningu og hef alltaf fengið 9 eða 10 en ég er bara með ca. 7 í meðaleinkunn í málfræði.

Oooog ég er að skemmta mér í ÞÝS203. Veit einhver um eitthvað áhugavert á þýsku til að lesa? Ef svo er, gæti þessi góðhjartaða sál látið link eða sagt nafnið á þessu lesefni hérna? Ég græði reynar ekkert á framburði (sem að ég virkilega hata í þýskunni) en það væri gott að hafa eitthvað almennilegt að lesa.