Ég er skiptinemi núna með AFS, það eru u.þ.b. 10 skiptinemar í skólanum sem ég er í og ég er sú eina með afs. að minnsta kosti 6 þeirra sem eru með öðrum samtökum eru mjög ónægðir. Aðeins 1 skiptinemi sem er actually ánægður með samtökin sín. Ein stelpa var næstum því send í þrælkun til 70 konu í kansas áður en að önnur fjölskylda bjargaði henni, ein samtök hættu störfum bara svona upp úr þurru á miðju ári, og svo var ein stelpa sem lenti hjá konu sem hataði hana svo mikið að hún sagði henni að pakka keyrði hana út á rútu stöð og skildi hana eftir þar, og eftir það þurfti hún að finna fjölskyldu handa sér sjálf á eigin spítur…þannig já ég mæli með AFS.
Annars fer það eftir löndum hversu gott afs, hef heyrt að afs í paragvæ sé algjör hryllingur.
Og einhver skildi ekki í hvað peningurinn færi, hann fer að mestu magni í tryggingar, svo eru 4 námskeið á árinu tvö þeirra er farið eitthvað, allavega hér í BNA, þannig það fer peningur í það.