Þannig er það að ég er í framhaldsskóla en málið er að mér líður alveg ömurlega í leikfimi, það ömurlega að ég hef ekki mætt síðan önnin byrjaði. Ég get ekkert haldið þessu áfram því ég þarf jú að klára alla leikfimisáfanga eins og hver annar maður til þess að geta útskriftast, en ég var a spá er ekkert sem ég get gert? Við erum að tala um að ég ligg skjálfandi uppí rúmi á nóttunni þegar það er leikfimi daginn eftir. Kjánalegt ég veit, en svona er þetta bara.
Er ekkert sem ég get gert til þess að geta sloppið við þetta? fengið að nota hlaupabrettin og allt þetta ís taðinn fyrir að vera þarna niðri með krökkunum í boltaleikjum? .. Á eftir að tala um þetta við námsráðgjafa reyndar en ég vil fá að heyra álit frá ykkur.