Hehe já ég skil alveg hvað þú meinar. Ég var alltaf í mjög góðu sambandi við kennarana mína bæði í grunnskóla og í framhaldsskóla og það er mjög þægilegt:)
Eini gallinn við nánd kennara og nemenda er sá að það getur komið upp sú staða að þú ert t.d. að skila ritgerð og hún er kannski ekki alveg nógu góð hjá þér og þá hugsar kennarinn: “Æ hún er svo góður nemandi, þetta hefur bara verið eitthvað erfiður tími hjá henni” og hann gefur þér hærri einkunn en þú átt skilið. Eða það er verið að fara yfir próf og kennarinn les einhverja merkingu út úr vitlausu svari.
Þetta er mjög algengt, skiljanlega, því þegar maður tengist einhverjum þá myndar maður sér að sjálfsögðu skoðun á viðkomandi - enda virkar þetta því miður líka í hina áttina…
Þú kemst ekki áfram á e-u svona í HÍ, þar eru verkin þín bara metin út frá því hversu góð þau eru og það skiptir virkilega máli þegar maður er kominn í háskólanám. Ekki myndi maður vilja láta verkfræðing byggja brú sem hefði komist í gegnum námið af því kennurum hans fannst hann vita meira en hann vissi.. eða hvað? Myndi maður vilja fara til skurðlæknis sem hefur komist áfram en kannski ekki alveg átt það skilið?
Ég myndi allavega ekki vilja það, finnst gæði menntunar skipta mun meira máli heldur en hvort ég get talað við kennarann um hitt og þetta eða ekki;) Kennarar geta skilað kennsluefni frá sér mjög skemmtilega og það er mjög gaman í tímum hjá mér, þótt kennarinn viti ekkert hver er hvað.
En, eins og þú sagðir eru hlutirnir allt öðruvísi í framhaldsskóla heldur en í háskóla!:)
Gangi þér vel í þínu námi:)