Það er oftast mismunandi eftir því hversu mikil eftirspurn er. Ef að þú ert að koma úr grunnskóla ætti meðaleinkunin 8 að koma þér inn auðveldlega. Mjög mismunandi hvað þarf þegar verið er að skipta frá öðrum skólum.
Það er engin listabraut í MH, það eru bara náttúru-, félags-, mála- og listdansbraut. Það eru kenndir 3 myndlistaráfangar, sem að er hægt að taka á öllum brautum sem valeiningar.
Síðastliðin ár hefur 7,9 komið manni inn, jafnvel aðeins lægra. Það er oftast minni ásókn í málabrautina held ég, heyri amk ekki af mörgum hérna á málabraut.
Öö.. já held að það sé auðveldast að komast á málabraut, fæstir á henni. Ég komst inn á málabraut með 9 í meðaleinkunn úr samræmdu. Svo geturðu tekið myndlist óháð því á hvaða braut þú ert.
Það getur alveg vel verið. Eins og sagt hér á undan fer þetta rosalega eftir aðsókn í skólann. Krakkar með 7 í meðaleinkun voru alveg að komast inn á mínu ári. Þannig ef þig langar í MH myndi ég bara skella honum í fyrsta val :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..