Sammála, ég er algjörlega á móti heimanámi sem skildu. Að sjálfsögðu er bara frábært að gera það samt en mér finnst það eigi bara vera á þinni ábyrgð, þá er ég að meina þegar krakkar eru komnir í svokallaðan gagnfræðiskóla. Mér finnst að við eigum ekki að þurfa að skipuleggja okkar tíma til að læra utan hefbundins skólatíma frekar að skólinn skipuleggi sig þannig að tímarnir nægi til að fara yfir námsefnið.
En ég er kominn í framhaldsskóla þar sem sama lögmálið gildir oftast að ef þú vinnur vel í tíma og klárar það sem þú átt að gera þá er ekkert heimanám, sem er fínt.