Ég var að hugsa, hvenær þarf maður að vera búinn að skila inn umsókn til AFS ef maður ætlar að byrja sem skiptinemi að hausti til?? Það er ef þetta er í Bandaríkjunum.
Þú getur fundið allar upplýsingar á www.afs.is. Það er samt sagt að “því fyrr, því betra”. Það eru margir sem vilja fara til Bandaríkjana þannig ég held að það sé gott að vera snemma í því ef einhver er að sækja um að fara þangað.
Neinei… Þú átt að velja 5 lönd en þú setur þau í röð sem þú vilt fara í. Þar sem ég er t.d. núna, það land var í fyrsta sæti hjá mér. Þetta er bara svona til öruggis. Það er t.d. alltaf um árs bið um að fara til Ástralíu eða Nýja Sjálands og þess vegna þurfa margir að sætta sig við annað sæti ef þeir/þau komast ekki þangað. Það er samt bara í undartekningar atvikum að þú kemst ekki til landsins sem þú setur í fyrsta sæti…
Umsóknarfrestur rennur út í september/október vegna vetrarbrottfarar og mars/apríl vegna sumarbrottfarar, en er þó breytilegur eftir löndum. Því fyrr sem sótt er um því betra. Þetta er það sem stendur inná AFS.is
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..