Er ekki sjálfur í Hraðbraut og var ekki þar, en hef verið að taka krakka þaðan í aukatíma og þekki nokkra sem hafa farið í gegnum skólann.
Satt best að segja er ég ekki mjög sáttur með hvernig þetta er þarna. Byrjum á þeim sem ég þekki sem hafa útskrifast þaðan, þau fóru flest að vinna í 2 ár í staðinn fyrir að notfæra sér þetta forskot í annað nám eða ferðalög (þótt sumir hafa gert það), flestir segja að þeir sjá smá eftir þessu að því leiti að þegar þau koma úr skólanum og fara í háskóla þá er mjög lítið sem þau geta gert í félagslífinu þar, því þau hafa ekki aldur til að drekka áfengi og allar vísindaferðir eru með áfengi og eftir flestar þeirra er farið á einhvern pöbb eða á djammið sem að þeir sem eru yngri en 20 ára geta ekki tekið þátt í (nema með sérúrræðum t.d. fölsuðum skilríkjum eða álíka fáranlegum hlutum).
Þannig það er kannski bara best, ef þú ert öflugur námsmaður, að fara bara í áfanga kerfi (t.d. MH) og taka skólann á 3 árum eða 3 og hálfu, þá getur þú unnið í hálft eða heilt ár áður en þú ferð í háskólann án þess að vera að borga hærri skólagjöld en bara hver annar (þetta gerði ég og var mjög sáttur með að taka mér smá pásu en fara svo inní háskólann með vinum mínum á “réttum tíma”).
Svo koma krakkarnir sem ég hef verið að taka í aukatíma, jú flestir hugsa “ef hann/hún þarf aukatíma þá eru þau ekki góð í þessu efni” en það er bara ekki satt, margir af þessum krökkum skilja bara ekki námsefnið og fá ekki skilning á þessu í skólanum, margir sem ég þekki hafa komið úr hraðbraut með vöntun á almennum grunn í ákveðnum fögum sem hafa vissulega áhrif á þau í háskóla, sérstaklega ef þau fara í háskóla 2 árum seinna, það gleymist mikið á þeim tíma sem þarf þá að rifja upp.
Mér finnst hraðbraut vera mjög sniðug fyrir fólk sem er að fara í háskóla eftir 18 ára aldur. Ég held að 16 ára einstaklingur sé bara ekki tilbúinn að fara í þetta þar sem það þarf mikinn aga og þroska svo að þessi einstaklingur læri þarna eins mikið og hann ætti að gera.
Því mæli ég bara aftur með því að fara í venjulegt áfangakerfi og hafa það bara að markmiði í upphafi að klára þetta á 3 eða 3 og hálfu ári, það er í raun mjög auðvelt að framkvæma ef lagt er af stað í upphafi með þá hugsun. :)
Þá getur þú líka tekið fleiri áfanga sem þú vilt taka (sérstaklega ef þú vilt taka eitthvað auka, eða hafa eitthvað sérstakt kjörsvið), meiri möguleikar en í hraðbraut og þú kynnist líka margfalt meira fólki því þú ert alltaf með nýju og nýju fólki í tímum.
Líka ef þér líkar ekki hraðbraut þá getur verið erfitt fyrir þig að skipta um skóla (þekki eina stelpu sem var búin með 1 ár í hraðbraut og hún fékk mjög lítið metið þegar hún skipti um skóla og var í heildina í 4 ár með menntaskóla, hún sagði að hún hafi ekkert lært í hraðbraut, fór til námsráðgjafa og hann spurði hana hvað hún hafi tekið í hraðbraut og hún var ekki búinn að læra helming af því sem hún átti að vera búin að læra í hraðbraut. En þetta er eingöngu hennar orð).
Það eru til fullt af fólki sem fer úr þessum skóla með mjög góðann grunn, góðar einkunnir og stendur sig vel eftir þetta, en það má þó líka kíkja á þessa hlið sem ég bendi á. :)
Gangi þér vel. :)