Var á keppni Engjaskóla og Rimaskóla sem endaði 10-9 fyrir Engjaskóla.
Í einni spurningunni reyndu báðir skólar að ná bjöllunni á sama tíma, Engjaskóli náði bjöllunni en Rimaskóli var of fljótur á sér og svaraði réttu svari. Spyrill kvöldsins, Hilmar, sagði að það væri rétt hjá þeim og gaf Engjaskóla þar með stigið. Mjög sérstakt atvik, sem reyndist vera það sem skildi á milli skólanna.
Ég tek það samt fram að ég er ekki alveg með það á hreinu hvort þetta hafi verið nákvæmlega svona, ég skildi það að minnsta kosti þannig en ætla ekki að hengja mig upp á það …
En í gær unnum við í Hagaskóla hinsvegar lið Landakotsskóla 21-7.