ég fatta ekki kaþólska trú ;/ var að lesa í FÉL 103 Einstaklingur og Samfélag f. próf og rakst á littla grein í 6 kafla;Menning og trú :
hún var um 14 ára stelpu sem býr út í Írlandi sem var nauðgað af pabba vinkonu sinnar og henni var bannað að fara í fóstureyðingu því meirihluti Írlands er á móti fóstureyðingum, síðan ætlaði hún til Bretlands þar sem hún fengi fengi að fara í fóstureyðingu.
Eftir mikil mótmæli og baráttu stórs stuðningshóps stelpunar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að banna henni að fara til Bretlands.

Það stendur ekkert í bókini af hverju svona margir á Írlandi eru á móti fóstureyðingum(heldur ekkert um kaþólska trú almennt) þannig ég spurði mömmu og hún sagði mér að það væri svo margir Kaþólikkar á Írlandi, allir þeir sem eru kaþólskir eru á móti fóstureyðingum og forvörnum.

Mér finnst þetta bara mjög fáránlegt ;/
það er ekki réttlátt að 14 ára stelpu sé bannað að fara í fóstureyðingu þar sem henni var nauðgað! :O

það sem ég er að spekulera er hvort e-h hérna viti ástæðuna af hverju kaþólikkar eru svona mikið á móti fóstureyðingum eða er kannski engin sérstök ástæða? ;/




Bætt við 10. desember 2007 - 22:40
takk fyrir svörin :) þau meika öll sens og ég skil þetta betur núna, en finnst þetta enn fáranlegt ;/ ef konum er nauðgað er ætlast til að þær fæði börnin og eins með að að kaþólikkar mega ekki nota forvarnir, þá er bara meiri líkur á kynsjúkdómum.
Páfinn er skrítinn og þessar reglur innan kaþólsku trúnar ;/