Í hvaða íslensku ertu?
Ekki skrifa út frá þér. Þó það sé beðið um hvað þér finnst eða hvað þú myndir gera þá er formlegra og fallegra að skrifa hlutlaust. Mér var allavega kennt að skrifa aldrei “ég” í ritgerð.
Til dæmis:
“Mér, og vinum mínum, finnst strætókerfið á höfuðborgarsvæðinu mjög gallað” <- Vitlaust
“Margir álíta að strætókerfið á höfuðborgarsvæðinu sé mjög gallað”
Sérðu muninn? Segir nákvæmlega það sama en er ekki persónulegt.
Með lokaorðin ertu í rauninni bara að skrifa ritgerðina aftur - nema í 2-3 setningum. Eða ég hugsa það amk þannig. Þú dregur saman punktana. Til dæmis, þú ert búinn að skrifa ritgerð um hvernig aðferðir eru bestar í kennslu, búinn að benda á að fólk hafi mismunandi skoðanir á því og segir þá m.a. í lokaorðum:
“Eins og bent hefur verið á eru kennsluaðferðir misáhrifaríkar. Fólk hefur mismunandi skoðanir og lærir á mismunandi hátt, og í raun er engin rétt leið til þess að kenna. Þrátt fyrir það ætti að vera hægt að finna fáar leiðir til að leiðbeina kennurum og stuðla þannig að betra námi”.
Þarna dreguru fram punktana án þess að segja þetta allt aftur.