Eins og til dæmis:
“Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur 80% vinnu, fer að vinna 100% vinnu. Um hve mörg % eykst vinnan?”
Mér hefur aldrei þótt prósent erfið né neitt en það er eins og 20 % sé bara einum of auðvelt svar!
Og líka:
“Finnið jöfnu línu sem hefur hallatölu k = -3 og fer í gegnum punktinn B. Ritið hana á forminu y = kx + m og teiknið í hnitakerfi.”
Ég skil varla orð í þessari setningu, og þótt að kennarinn fór í þetta dæmi í síðasta tímanum og ég fylgdist með og skrifaði allt niður og hlustaði á hvert orð sem hún sagði skil ég þetta ekki!
Þannig að ef einhver gæti verið svo góður og útskýrt þetta tvennt fyrir mér gæti hann/hún mögulega bjargað mér frá falli! Vei :)
I love you, in a really, really big pretend to like your taste in music,