Nei, þið eruð að skilmissa þetta… Það á ekki að vera með kristinboð í skólum. Það á ekki að kynna kristni sem eina trúarbragðið sem er rétt. Það má kenna kristin gildi, segja frá kristni, en þá þarf líka að segja frá öllum hinum kirkjudeildunum, segja frá fleiri trúarbröðum eins og Islam, Buddisma, Hindi og speki konfúnísar jafnvel goðafræði. Eins og “trúarbragðarkennsla” er í grunnskólum í dag er aðeins eitt kennt: Kristni út frá Lútherskum sjónarmiðum.
Fólk má hafa sína trú heima hjá sér. En skólinn á að vera hlutlaus staður og þar á ekki að kenna bara eitt truárbrögð heldur öll, ef það ætti að kenna trúarbrögð á annað borð. Mér finnst rangt hvernig er að vera boða kristna trú í landinu í gegnum grunnskólana, gegnum leikskólana.
Ég er trúlaus en það er bar a´tu af því að ég er alin upp í trúleysi. Systir mín, sem er í 3. bekk kom heim úr skólanum allt í einu kristin. Hún er alin upp í sama trúleysi og ég. Mér finnst það ekki eðlileg, punktur.