Skipulag og skipulag… Ég skipulegg mig bara þannig að ég næ að gera allt sem ég þarf að gera. Ekkert über skipulag, svolítið óreiða á því… Málið er að ég reyni að nota tímann þeagr ég er að læra að actually LÆRA hlutina, ekki bara lesa til að friða samviskuna, heldur lesa til að læra:P Glósa þá í leiðinni, skrifa miða og þannig… Ég hef lent í því að hafa lesið efnið en það hefur bara farið inn og út og ekki skilið neitt eftir sig…
Oooog ef ég á erfitt með að einbeita mér út af tölvum eða einhverju öðru áreiti þá reyni ég að fara eitthvert, bara með ipod og bækurnar og hugsanlega síma og pening, á bókasafn eða á kaffihús til þess að læra. Þá er ekkert sem er að pirra mig, get fengið mér kaffi og köku og er bara í frið og ró. Hentar mér mjög vel:)