Hum, ég notaði þetta þegar ég var að læra eitthvað í líffræði… frumdýr og þannig kjaftæði… Held að það gæti líka verið mjög hentugt í sögu að búa til svona ef maður er með einhvern stóran atburð eða merkilega manneskju. Hjálpar manni að muna en ég persónulega held að það sé út af því að maður er að vinna með efnið, leika sér með það, dunda sér og gera eitthvað sérstakt við það. Það væri tildæmis ekki sniðugt að gera svona mind map um ALLAR persónurnar í grískri goðafræði, kannski bara um kvenpersónurnar eða einhverjar erfiðar og svo eitthvað annað um hinar. Búa til ljóð þess vegna, gera sögu, teikna mynd…
Eeeen eins og ég glósa þá reyni ég alltaf að vinna með efnið, skrifa það upp aftur og aftur, mismunandi litir á svona litla miða, ferðast síðan um allt hús og læri eitthvað eitt atriði í hverju herbergi. Hentar voða vel t.d. fyrir tungumál, eins og núna ef e´g þarf að beygja sögn í futurum 1 þá hugsa ég: eldhús! og man hana strax! Þetta er gömul grísk minnistækni sem ég heyrði um- eitt atriði- eitt herbergi. Ég reyni að hafa fjölbreytni í kringum það sem ég er að læra og ekki hafa alltaf það sama. En eins og þessi aðferð sem þú ert að benda á er rosalega fín fyrir líffræði og ég er alvarlega að sá í að nota hana fyrir sögu líka eeen ég persónuelga held að það sé best að nota hana í bland við annað…
En annars um þetta mind map þá er þetta voðalega einfalt í raun og veru: byrjar á orði sem eitthvað sem þú þarft að muan milljón atriði um og svo býrðu til kannski undirflokka og svo undirflokka af þeim undirflokkum… Ef verið erum með lífveru þá eru sendýr lífverur og undir spendýrum eru svo einhverjar 7 tegundir og þannig…
Ehh… vonandi hjálpaði þeta eitthvað :)